Hægsláttur

Þegar hægir á hjartslættinum er það nefnt hægsláttur eða bradycardia. Oft gerist það í kjölfar öndunarhlés (e. apnea) en getur líka gerst eitt og sér. Eðlilegur hjartsláttur barna er um 120 til 160 slög á mínútu og ef hjartslátturinn fer niður í 60 til 100 slög er það nefnt hægsláttur.

Síritinn lætur vita ef hægist á hjartslætti með því að gefa frá sér viðvörunarhljóð en starfsfólk fylgist með barninu og er tilbúið að aðstoða ef með þarf. Gjarnan færist hjartsláttur barnsins aftur í eðlilegt horf án aðstoðar en ef ekki nægir yfirleitt að örva barnið með strokum (líkt og við öndunarhlé). Ef það dugir ekki til gæti þurft að gefa barninu súrefni (1,2).

Heimildir:
  1. Madden, S. L. (2000). The Preemie Parents´ Companion: A Essential Guide to Caring for Your Premature Baby in the Hospital, at Home and Though the First Years. Boston: The Harvard Common Press.
  2. Thompson, M. W. og Hunt, C. E. (2005). Control of breathing; development, apnea of prematurity, apparent life-threatening events, sunnden infant death syndrome. Í M. G. MacDonald, M. M. K. Seshia og M. D. Mullett (Ritstj.), Avery‘s Neonatology (6. Útgáfa, bls. 535-548). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins (Rafræn útgáfa).