Meðferð lítilla fyrirbura á Vökudeild

Ingibjörg Georgsdóttur o.fl. (1) rannsökuðu meðferð lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd undir 1000 g sem útskrifuðust af Vökudeild árin 1991 til 1995.

Þar kom fram að 34 af 35 glímdu við glærhimnusjúkdóm og voru börnin að meðaltali í 23 daga í öndunarvél og þurftu auka súrefni að meðaltali í 65 daga. Opin fósturæð kom í ljós hjá 46% barnanna og 63% glímdu við sýkingar sem kröfðust sýklameðferðar í æð. Upplýsingar fundust um ómskoðun á höfði hjá 91% barna og voru niðurstöður þeirra eðlilegar í 69% tilvika. Eitt barn greindist með heilablæðingu af annarri til þriðju gráðu og eitt með blæðingu af gráðu eitt. Ómrík svæði greindust hjá fimm börnum og voru seinni tíma rannsóknir eðlilegar hjá fjórum þeirra.

Heimildir:
  1. Ingibjörg Georgsdóttir, Evald Sæmundsen, Ingibjörg Símonardóttir, Jónas G. Halldórsson, Snæfríður Þ. Egilsson, Þóra Leósdóttir o.fl. (2003). Litlir fyrirburar á Íslandi. Heilsufar og þroski. Læknablaðið, 89, 575-581.