Hægsláttur

Þegar hægir á hjartslættinum er það nefnt hægsláttur eða bradycardia. Oft gerist það í kjölfar öndunarhlés (e. apnea) en getur líka gerst eitt og sér. Eðlilegur hjartsláttur barna er um 120 til 160 slög á mínútu og ef hjartslátturinn fer niður í 60 til 100 slög er það nefnt hægsláttur.

 

Síritinn lætur vita ef hægist á hjartslætti með því að gefa frá sér viðvörunarhljóð en starfsfólk fylgist með barninu og er tilbúið að aðstoða ef með þarf. Gjarnan færist hjartsláttur barnsins aftur í eðlilegt horf án aðstoðar en ef ekki nægir yfirleitt að örva barnið með strokum (líkt og við öndunarhlé). Ef það dugir ekki til gæti þurft að gefa barninu súrefni (1,2).

 

Heimildir:

  1. Madden, S. L. (2000). The Preemie Parents´ Companion: A Essential Guide to Caring for Your Premature Baby in the Hospital, at Home and Though the First Years. Boston: The Harvard Common Press.
  2. Thompson, M. W. og Hunt, C. E. (2005). Control of breathing; development, apnea of prematurity, apparent life-threatening events, sunnden infant death syndrome. Í M. G. MacDonald, M. M. K. Seshia og M. D. Mullett (Ritstj.), Avery‘s Neonatology (6. Útgáfa, bls. 535-548). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins (Rafræn útgáfa).

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.