6 merkur

Bræðurnir Ísak Dóri og Emil Nói

Við maðurinn minn erum svo heppin að eiga tvo yndislega heilbrigða og flotta stráka. Annar þeirra er fæddur í desember 2010 og hinn í september 2013. Tvær mjög svo ólíkar meðgöngur og fæðingar. Það eina sem þeir bræður deila af komu sinni í þennan heim er að þeir mættu báðir allt of snemma.

 

Halldór Kjaran - fæðingarsaga

Halldór Kjaran – fæðingarsaga

 

Óli Gunnar

Hanna Mist (31 vika)

Hæ hæ Hilma heiti ég. Ég á 2 börn Hávarða Mána og Hönnu Mist.  

 

Tags: 

Alexander (33 vikur)

Halló. Ég eignaðist dreng 6 vikum fyrir tíman eða á 33 viku og 2 dögum.  Ég var með meðgöngueitrun og það gerðist mjög snöggt.  Ég fann ekki fyrir neinu alla meðgönguna, ekki morgunógleði, mjamagrindin flott allt gekk vel.  

Tags: 

Elva Rós (29 vikur)

Elva Rós fæddist 13. feb 2012 eftir 29 vikna meðgöngu. Ég lá inni í mánuð fyrir fæðingu vegna blæðinga út af fyrirsætri fylgju. Við búum í Frankfurt og komum heim til Íslands í jólafríinu og áttum flug heim 8. janúar. En aðfaranótt 4 janúar byrjaði að blæða allt í einu og var ég lögð inn og mér bannað að fara aftur heim til Frankfurt.

 

Hildur Arney (29 vikur)

Í dag, 14. febrúar 2010 eru liðin 5 ár frá því að dóttir mín fæddist og að því tilefni vil ég setja inn reynslusöguna okkar - frá meðgöngunni, fæðingunni, vökudeildardvölinni og framhaldinu :)

 

Subscribe to RSS - 6 merkur

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.