Áhættuþættir fyrir fyrirburafæðingu

Eftirfarandi áhættuþættir auka líkur á fyrirburafæðingu:

Áhættuþættir á meðgöngu (1,2,3,4)

Fjölburameðganga

Reykingar, áfengis og vímuefnanotkun móður.

Blæðing á meðgöngu.

Sýkingar hjá móður.

Bráð veikindi á meðgöngu.

Háþrýstingur á meðgöngu.

Of mikið eða of lítið legvatn.

Streita og álag hjá móður.

Undir þyngd móður við upphaf meðgöngu.

Ófullnægjandi þyngdaraukning á meðgöngu .

Hár eða lágur aldur móður (undir 18 ára eða yfir 40 ára).

Lág félagsleg og efnahagsleg staða.

Langvinnandi sjúkdómar móður

sykursýki, nýrnasjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar.

Áhættuþættir tengdir sögu móður og fyrri meðgöngum

Fyrri fyrirburafæðing (1).

Fjölskyldusaga um fyrirburafæðingar (3).

Fósturmissir eða andvana fæðing eftir 19-22 vikur (5).

Fósturlát fyrir 18 vikna meðgöngu eru ekki talin setja konur í sérstakan áhættuhóp fyrir að fæða fyrir tímann (6,7) nema undirliggjandi ástæða þess sé t.d. leghálsbilun.

Aðgerðir á leghálsi svo sem keiluskurður vegna frumubreytinga (8) og útskaf vegna fósturláts eða fóstureyðingar getur aukið líkurnar á því að kona fái leghálsbilun og fæði fyrir tímann í kjölfarið (9).

 

Heimildir:

  1. Carey, J. C. og Gibbs, R. S. (2008). Preterm Labor and Post–term Delivery. Í R. S. Gibbs, B. Y. Karlan, A. H. Haney og I. Nygaard. Danforth´s obstetrics and gynecology. (10. útgáfa, bls. 165-186). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins. (Rafræn útgáfa).
  2. Copper, R. L., Goldenberg, R. L., Das., A., Elder, N., Swain, M., Norman, G. o.fl. (1996). Preterm prediction study: maternal stress is associated with spontaneous preterm birth at less than thirty-five weeks gestation. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 174, 1286-1292.
  3. Lepley, M. og Gogoi, R. G. (2006). Prenatal enviroment: effect on neonata outcome. Í G. B. Merenstein og S. L. Gardner (Ritstj.), Handbook of Neonatal Intensive Care (6. útgáfa, bls. 11-36). St. Louise: Mosby.
  4. Pillitteri, A. (2003). Maternal & Child Health Nursing: Care of the Childbearing & Childrearing Family (4. útgáfa). Philadelphia: Lippincott Williams og Wilkins.
  5. Goldenberg, R. L., Mayberry, S. K., Copper, R. L., Dubard, M. B. og Hauth, J. C. (1993). Pregnancy outcome following second-trimester loss. Obstetrics and Gynecology, 81, 444-446.
  6. Iams, J. D., Goldenberg, R. L., Mercer, B. M., Moawad, A., Thom, E., Meis, P. J. ofl. (1998). The preterm prediction study: recurrence risk of spontaneous preterm birth. Obstetrics and Gynecology, 178, 1035-1040.
  7. Slattery, M. M. og Morrison, J. J. (2002). Preterm delivery. The Lancet, 360, 1489-1497.
  8. Jakobsson, M., Gissler, M., Sainio, S., Paavonen, J. og Tapper, A. (2007). Preterm delivery after surgical treatment for cervical intraeptihelial neoplasia. Obstetrics & Gynecology, 109, 309-313.
  9. Zhou, Q., Sørensen, H. T. og Olsen, J. (1999). Induced abortion and subsequent pregnancy duration. Obstetrics & Gynecology, 94, 948-953.

Félagið

Félag fyrirburaforeldra var stofnað árið 2008.

Félagið er ætlað öllum fyrirburaforeldrum til að hittast og ræða saman og til að gæta hagsmuna fyrirbura og foreldra þeirra.

Væntanlegt er hér á vefinn upplýsingar um félagið og lög þess og hvað helst sé á dagskrá hjá félaginu hverju sinni.

Aðalfundur verður haldinn snemma árs og eru áhugasamir beðnir um að fylgjast auglýsingu hér á vefnum og á facebook síðu fyrirburaforeldra.

Um síðuna

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Heimasíðan er unnin af Drífu Baldursdóttur fyrirburamóður. Sambýlismaður hennar Sveinbjörn Hafsteinsson og fyrirburamamman Baddý Sonja Breidert sáu um tæknilegu hliðina við uppsetningu heimasíðunnar.

Um verkefnið

Fræðsluefnið sem er á síðunni vann Drífa sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.
Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009.

Þessi heimasíða er tileinkuð Hildi Arneyju dóttur Drífu sem kom í heiminn 11 vikum of snemma, því án hennar innkomu í líf hennar hefði þetta verkefni aldrei orðið að veruleika.